Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008

Þriðjudaginn 12. apríl 2005, kl. 22:47:36 (7226)


131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[22:47]

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þá er mjög erfitt fyrir hv. þingmenn að koma hér upp og fjargviðrast yfir fjárskorti og rangri skiptingu þegar hann hefur í rauninni stutt einn meginorsakavald þess að verið er að takast á um þetta.

Mér fannst athyglisvert þegar þingmaðurinn reyndi að meta hvaða byggð væri landinu verðmætust, hvaða byggð skilaði mestum arði inn í þjóðarbúið, útflutningstekjum. Það væri kannski fróðlegt að fara í þessari umræðu. Þingmaður var að tala um hvar þjóðartekjurnar yrðu til. Það væri fróðlegt fjalla um það. Það væri hægt að fara í svona mannjöfnuð. (Gripið fram í.) Siglfirðingar gætu reitt fram býsna sterk rök fyrir sínu því að á löngu árabili komu á milli 20% og 30% af útflutningstekjum þjóðarinnar í gegnum Siglufjörð, þ.e. ef menn ætla að fara að vega saman byggðir.

Svo er það annað mál að byggðin hefur verið úti um land. Eiga byggðir sem (Forseti hringir.) vaxa hratt vegna byggðaröskunar að geta síðan sent reikninginn á ríkið, herra forseti? Það finnst mér ekki sanngjarnt.