Frumvarp um afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotamálum

Miðvikudaginn 11. maí 2005, kl. 10:40:17 (8510)


131. löggjafarþing — 132. fundur,  11. maí 2005.

Athugasemd.

[10:40]

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég kem til að lýsa stuðningi mínum við það að málið sem varðar lengdan frest á fyrningu vegna kynferðisafbrotamála gegn börnum verði tekið á dagskrá þingsins. Breytingartillagan sem hæstv. forseti talaði um áðan þarf ekki að breyta neinu um það hvort Alþingi er í færum um að afgreiða málið eða ekki. Ef ágreiningur er innan stjórnarflokkanna um málið, hæstv. forseti, óska ég eftir því að hæstv. forseti hlutist til um að leysa þann ágreining og haga málum þá þannig innan meirihlutaflokkanna að hægt sé að jafna þann ágreining svo málið geti komið til afgreiðslu þingsins í dag. Það er sterkur vilji þingmanna fyrir því að svo verði og ég hvet hæstv. forseta til að beita sér fyrir því að svo geti orðið.