Fjarskipti

Miðvikudaginn 11. maí 2005, kl. 21:56:09 (8677)


131. löggjafarþing — 133. fundur,  11. maí 2005.

Fjarskipti.

738. mál
[21:56]

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Í umræðum í dag um þessa 9. gr. sem og í fréttum Ríkisútvarpsins nú í kvöld hefur komið skýrt fram að 9. gr. sem vegur að persónuréttindum þeirra sem fara um internetið er algjörlega fallin um sjálfa sig og mun örugglega falla um sjálfa sig innan nokkurra mánaða þegar menn fara að skoða málið aðeins betur. Vegna asans hérna innan þingsins hafa menn hins vegar ekki gefið sér tíma til að skoða það.

Það sem IP-talan segir um mann — heim Íslendingsins sem er netnotandi má endurspegla á netinu. Hér er mjög svo vegið að persónuupplýsingum einstaklinganna auk þess sem tæknilega séð er aldrei hægt að sanna það á notandann ef hann er með t.d. þennan dreifibúnað sem notandi hefur eins og sýnt var fram á í Ríkisútvarpinu í kvöld.

Við sjáum að þetta mun ekki standast eftir hálftíma þannig að ég segi nei.