Fyrirkomulag utandagskrárumræðu

Miðvikudaginn 20. október 2004, kl. 16:14:10 (728)


131. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2004.

Fyrirkomulag utandagskrárumræðu.

[16:14]

Halldór Blöndal (S):

Herra forseti. Það er óvenjulegt að ég kveðji mér hljóðs um fundarstjórn forseta en ástæðan er sú að ég hef þrásinnis rætt það á fundum með formönnum þingflokka að eigi skuli beina fyrirspurnum í utandagskrárumræðum til annarra ráðherra en þess sem verður fyrir svörum hverju sinni. Ég vil minna þá á það að gefnu tilefni í lok þessarar umræðu.