Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005

Fimmtudaginn 21. október 2004, kl. 11:40:17 (755)


131. löggjafarþing — 14. fundur,  21. okt. 2004.

Byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005.

216. mál
[11:40]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé augljóst að ef menn ætla að meta árangur verkefnanna hljóta þeir að skoða íbúaþróun og fjölgun eða fækkun starfa. Ég held að það hljóti að vera augljóst. Ég skil ekki hvernig á að vera hægt að meta byggðaþróun öðruvísi.