Háskóli Íslands

Mánudaginn 22. nóvember 2004, kl. 18:55:53 (1897)


131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[18:55]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fram til þessa hafa skráningargjöldin ekki verið lánshæf. Það er heldur ekki ætlunin með þessari upphæð á skráningargjaldi þannig að það sé alveg klárt. Unnið hefur verið markvisst að því að tryggja undirstöðu Lánasjóðs íslenskra námsmanna með markvissri fjárhagsstjórnun þeirra sem þar fara með völdin og stjórnunina. Það hefur leitt til þess að líka hefur markvisst verið dregið úr bæði tekjutengingum og því að lækka frítekjumarkið. Stefnan hefur verið og mun áfram verða að stjórnendur reyni eftir bestu getu að koma til móts við við kröfur stúdenta um einmitt lækkun á frítekjumarki o.s.frv.