Undirbúningur í heilbrigðiskerfinu vegna umskorinna kvenna

Miðvikudaginn 24. nóvember 2004, kl. 13:09:47 (2048)


131. löggjafarþing — 37. fundur,  24. nóv. 2004.

Undirbúningur í heilbrigðiskerfinu vegna umskorinna kvenna.

113. mál
[13:09]

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Frú forseti. Fyrirspurn hv. þm. Ástu R. Jóhannesdóttur vekur mann til umhugsunar um hvort konur séu umskornar á Íslandi. Menn vita dæmi þess að konur sem flytjast til Íslands hafi verið umskornar í öðrum löndum, en mig langar að spyrja í þessu sambandi hvort ráðherra hafi einhverja vitneskju, hvort það sé vitneskja í heilbrigðiskerfinu eða í ráðuneytinu um það hvort konur séu umskornar á Íslandi.