Fjárlög 2005

Fimmtudaginn 25. nóvember 2004, kl. 12:07:23 (2134)


131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[12:07]

Drífa Hjartardóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Einar Már Sigurðarson sagði vera svigrúm til skattalækkana. Þar erum við sannarlega sammála. En er hann þá á móti þeirri skattalækkun sem ríkisstjórnir stendur fyrir og stjórnarþingmenn? Er hann á móti því að auka barnabætur og er hann á móti því að afnema eignarskattinn, sem kemur sérstaklega eldra fólki til góða?

Það kom fram áðan að virðisaukaskatturinn væri í endurskoðun en refurinn sagði: „Þau eru súr,“ þegar hann náði ekki í berin.