Fjárlög 2005

Fimmtudaginn 25. nóvember 2004, kl. 17:37:52 (2202)


131. löggjafarþing — 39. fundur,  25. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[17:37]

Drífa Hjartardóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel mikilvægt að Bændasamtök Íslands reki leiðbeiningarstöðvar. Þær eru reknar víða um landið, bæði leiðbeiningarstöðvar í héraðssamböndunum og eins koma að því starfsmenn í Bændahöllinni. Árum saman hafa framlög til landbúnaðarins lækkað afar mikið. Mig minnir að þau hafi lækkað um 5 milljarða á undanförnum árum, áður en síðustu samningar voru gerðir sem voru mjög góðir.

Hver var síðasta spurningin? (JGunn: Um að banna forstöðumönnum að koma til fjárlaganefndar.) Já, fjárlaganefnd hefur óskað eftir því að fá margar stofnanir til sín. Þær hafa komið til fjárlaganefndar. Fjárlaganefnd ræður alveg hvernig hún hagar sínum störfum og hefur gert það.