Raforkulög

Föstudaginn 26. nóvember 2004, kl. 15:44:04 (2334)


131. löggjafarþing — 40. fundur,  26. nóv. 2004.

Raforkulög.

328. mál
[15:44]

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sé ekki nein merki um samkeppni, þá ógurlegu samkeppni sem menn voru að tala um, enda held ég að þeir sem hæst höfðu um hana hafi ekki haft mikla trú á að hún yrði í raun. Aðstæður íslensks markaðar eru einfaldlega þær.

En ég þakka hv. þm. fyrir að minna mig á það sem ég gleymdi að geta í upphafi máls míns að ég og hv. þm. Helgi Hjörvar erum stjórnarmenn í Landsvirkjun og það þarf auðvitað að koma fram þegar maður tekur þátt í umræðum sem þessum.