Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 29. nóvember 2004, kl. 15:02:16 (2349)


131. löggjafarþing — 41. fundur,  29. nóv. 2004.

Tilkynning um dagskrá.

[15:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

Að loknum atkvæðagreiðslum um fjögur fyrstu dagskrármálin fer fram umræða utan dagskrár um skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga í ljósi nýgerðra kjarasamninga. Málshefjandi er hv. þm. Össur Skarphéðinsson en hæstv. félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.