Fjárlög 2005

Föstudaginn 03. desember 2004, kl. 11:21:43 (2614)


131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:21]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að leiðrétta hv. þingmann. Ég mælti ekki fyrir nefndaráliti. Það hefur ekki verið borið fram.

Varðandi það sem hann kallar niðurskurð í samgöngumálum þá er þar um að ræða frestun framkvæmda eins og málið hefur verið lagt upp. Það er ekki til að mæta skattalækkunum heldur til að mæta þensluáhrifum í efnahagslífinu eins og við vitum og höfum fjallað um. Ég veit ekki betur en að vegáætlun sé í vinnslu. Það er ekki eitt af verkefnum fjárlaganefndar að vinna að vegáætlun. Það mál er í höndum samgönguráðherra eins og hv. þingmaður veit og ég get því miður ekki svarað fyrir hans hönd við þessa umræðu.