Fjárlög 2005

Föstudaginn 03. desember 2004, kl. 16:13:01 (2686)


131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[16:13]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti ítrekar þá afstöðu sína að hann telur ekki tilefni til að gera hlé á þessari umræðu. Ef formenn þingflokka geta notað tímann til að ræða saman þá er auðvitað eðlilegt að þeir geri það en til þess er ekki þörf að gera hlé á umræðunni enda er talsvert eftir af henni eftir því sem forseta sýnist.