Fjárlög 2005

Föstudaginn 03. desember 2004, kl. 20:39:07 (2731)


131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[20:39]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Eins og hv. þingmaður veit, herra forseti, erum við með rammafyrirkomulag á fjárlögunum. Fjármálaráðherra skiptir sér ekki lengur af því hvernig einstök fagráðuneyti fara með þær fjárveitingar sem varið er til liða af þessu tagi heldur treystir því að ráðuneytin viti kannski betur en fjármálaráðherrann eða fjármálaráðuneytið um það hvernig þeim málum verði best fyrir komið.

Telji þingmaðurinn að hann hafi ekki fengið fullnægjandi skýringar hvað þetta mál varðar hjá forsætisráðherra áðan þá verður bara svo að vera.