Skráning og mat fasteigna

Miðvikudaginn 08. desember 2004, kl. 18:06:46 (2991)


131. löggjafarþing — 53. fundur,  8. des. 2004.

Skráning og mat fasteigna.

335. mál
[18:06]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég reikna með að þessi tekjustofn sé hækkaður miðað við forsendur fjárlaga, sem eru 3,5% verðlagsforsendur. Ég tel að það muni standast því að byggingarkostnaður hefur ekki hækkað nein ósköp. Hann mun varla hækka núna eftir að gengið er orðið hagstætt. Líklegra er að sá kostnaður lækki þegar dollarinn er kominn niður í 61 kr.