Raforkulög

Föstudaginn 10. desember 2004, kl. 11:32:23 (3417)


131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Raforkulög.

328. mál
[11:32]

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Um áramótin koma til framkvæmda raforkulögin sem voru samþykkt á síðasta þingi þar sem gagnger breyting verður á framleiðslu, flutningi, dreifingu og sölu á raforku í þessu landi. Komið hafa upp ýmis atriði sem menn töldu að þyrfti að færa til betri vegar. Frumvarpið kom mjög seint fram og fór á miklu hraði í gegnum nefndina en við samfylkingarmenn teljum að breytingarnar sem eru í því fólgnar séu allar saman jákvæðar og að verið sé að færa hluti til betri vegar. Þess vegna styðjum við málið.