Fundargerð 131. þingi, 58. fundi, boðaður 2005-01-24 15:00, stóð 15:00:01 til 18:28:40 gert 25 8:11
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

58. FUNDUR

mánudaginn 24. jan.,

kl. 3 síðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:

Lagt fram á lestrarsal:


Framhaldsfundir Alþingis.

[15:01]

Forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson las bréf forseta Íslands um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda 24. janúar 2005.

Forseti minntist þeirra sem fórust í hamförunum í Asíu á annan dag jóla.


Nýr skrifstofustjóri Alþingis.

[15:03]

Forseti þakkaði fráfarandi skrifstofustjóra, Friðriki Ólafssyni, störf í þágu Alþingis og bauð nýjan skrifstofustjóra, Helga Bernódusson, velkominn til starfa.


Varamenn taka þingsæti.

[15:04]

Forseti las bréf þess efnis að Herdís Á. Sæmundardóttir tæki sæti Magnúsar Stefánssonar, 3. þm. Norðvest., og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir tæki sæti Margrétar Frímannsdóttur, 1. þm. Suðurk.

Herdís Á. Sæmundardóttir, 3. þm. Norðvest., og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, 1. þm. Suðurk., undirrituðu drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.


Afturköllun þingmáls.

[15:07]

Forseti tilkynnti að fyrirspurn á þskj. 552 væri kölluð aftur.


Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa.


Trúnaðarupplýsingar um stríðið í Írak.

[15:08]

Spyrjandi var Össur Skarphéðinsson.


Framboð til öryggisráðsins.

[15:17]

Spyrjandi var Steingrímur J. Sigfússon.


Jarðgangaáætlun.

[15:25]

Spyrjandi var Guðjón A. Kristjánsson.


Lánveitingar Íbúðalánasjóðs.

[15:34]

Spyrjandi var Jóhanna Sigurðardóttir.


Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2003.

[15:41]

Umræðu lokið.


Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 2003.

[16:43]

[16:58]

Útbýting þingskjala:

Umræðu lokið.

Fundi slitið kl. 18:28.

---------------