Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 705. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1063  —  705. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um fullgildingu viðbótarsamnings nr. 14 við sáttmálann um verndun mannréttinda og mannfrelsis, um breytingu á eftirlitskerfi sáttmálans.

(Lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd viðbótarsamning nr. 14 við sáttmálann um verndun mannréttinda og mannfrelsis, um breytingu á eftirlitskerfi sáttmálans, sem gerður var í Strassborg 13. maí 2004.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar viðbótarsamnings nr. 14 við sáttmálann um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 (mannréttindasáttmála Evrópu), um breytingu á eftirlitskerfi sáttmálans, sem gerður var í Strassborg 13. maí 2004. Viðbótarsamningurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Vinna við gerð viðbótarsamnings nr. 14 hófst í kjölfar ákvörðunar ráðherranefndar Evrópuráðsins í nóvember 2000 um að leita þyrfti leiða til að auka skilvirkni Mannréttindadómstóls Evrópu svo markmiðum sáttmálans um vernd mannréttinda í Evrópu yrði náð. Breytingar á eftirlitskerfi mannréttindasáttmálans voru orðnar mjög knýjandi vegna gífurlegrar fjölgunar og uppsöfnunar kærumála sem berast Mannréttindadómstólnum ár hvert og dómstóllinn hefur ekki undan að ljúka. Hefur fjöldi kærumála fjórfaldast á undanförnum tíu árum. Meginástæða fjölgunar kærumála er mikil fjölgun aðildarríkja að mannréttindasáttmálanum frá árinu 1990. Þótt gerðar hafi verið mikilvægar skipulagsbreytingar á Mannréttindadómstólnum með viðbótarsamningi nr. 11 við sáttmálann árið 1994, sbr. auglýsingar í C-deild Stjórnartíðinda nr. 20/1995 og 23/1998, hafa 13 aðildarríki bæst við síðan, þar á meðal fjölmenn ríki á borð við Rússland. Aðildarríki mannréttindasáttmálans eru nú 45 talsins og ná þau yfir landsvæði með rúmlega 800 milljónir íbúa sem hafa allir beina kæruheimild til dómstólsins. Það hefur enn fremur stuðlað að fjölgun kærumála að þekking manna bæði í eldri og nýrri aðildarríkjum á efni og kæruheimild sáttmálans hefur vaxið.
    Helstu breytingar á mannréttindasáttmála Evrópu, sem viðbótarsamningur nr. 14 kveður á um, eru eftirfarandi:
     1.      Kveðið er á um það í 7. gr. viðbótarsamningsins (27. gr. sáttmálans) að einn dómari, í stað þriggja dómara nefndar áður, geti ákveðið að kæra sem borin er fram af einstaklingi skv. 34. gr. sáttmálans sé ekki tæk til efnislegrar meðferðar. Skv. 4. gr. viðbótarsamningsins (2. mgr. 24. gr. sáttmálans) er gert ráð fyrir því að við slíka ákvarðanatöku verði skýrslugerðarmenn, sem verða hluti af starfsliði skrifstofu dómstólsins, dómaranum til aðstoðar. Í athugasemdum við viðbótarsamninginn er tekið fram að skýrslugerðarmaður skuli að jafnaði hafa þekkingu á tungumáli og lagakerfi þess ríkis sem mál beinist gegn. Þess ber að geta að um 90% allra mála sem berast dómstólnum komast ekki í gegnum fyrstu skoðun og er vísað frá.
     2.      Skv. 8. gr. viðbótarsamningsins (b-lið 1. mgr. 28. gr. sáttmálans) verður málsmeðferð einfölduð í tilvikum þar sem dómstóllinn þarf að leysa úr svonefndum „endurteknum málum“, þ.e. málum þar sem dómstóllinn hefur þegar leyst úr sambærilegum álitaefnum. Í stað þess að efnisdómur í þessum tilvikum verði kveðinn upp af sjö dómara deild, eins og reglan hefur verið um alla efnisdóma fram að þessu, verður nægilegt að þriggja dómara nefnd leysi úr þessum málum.
     3.      Skv. 6. gr. viðbótarsamningsins (2. mgr. 26. gr. sáttmálans) getur ráðherranefndin, að beiðni fullskipaðs dómstóls, með samhljóða ákvörðun og til ákveðins tíma, fækkað dómurum í deildum úr sjö í fimm.
     4.      Bætt er við nýju skilyrði í 12. gr. viðbótarsamningsins (b-lið 3. mgr. 35. gr. sáttmálans) fyrir því að kæra teljist tæk til efnismeðferðar. Samkvæmt því skal vísa frá kæru vegna meints brots ef ekki verður séð að kærandi hafi orðið fyrir umtalsverðu óhagræði. Umræddu skilyrði verður þó ekki beitt ef virðing fyrir mannréttindum, eins og þau eru skilgreind í sáttmálunum og viðbótarsamningunum við hann, krefst þess að efni kæru sé skoðað eða ef um er að ræða mál sem innlendur dómstóll hefur ekki fjallað um á tilhlýðilegan hátt. Með hinu nýja skilyrði um meðferðarhæfi kærumáls verður dómstólnum falið að meta hvort mál er þannig vaxið að afleiðingar þess séu tiltölulega lítilvægar fyrir kæranda og engar grundvallarspurningar uppi um túlkun sáttmálans sem krefjist efnislegrar skoðunar. Þess ber að geta að skv. 2. mgr. 20. gr. viðbótarsamningsins geta aðeins deildir eða yfirdeild dómstólsins beitt hinu nýja kæruskilyrði fyrstu tvö árin eftir að samningurinn öðlast gildi. Er þannig miðað við að deildir og yfirdeild dómstólsins muni á fyrstu árunum eftir gildistöku viðbótarsamningsins móta þau sjónarmið sem byggt verður á við beitingu þessa skilyrðis þannig að samræmd framkvæmd skapist á því sviði sem verði fordæmisgefandi fyrir nefndir eða staka dómara þaðan í frá við ákvörðun um meðferðarhæfi.
     5.      Gert er ráð fyrir að meginreglan verði sú að dómstóllinn taki ákvörðun í einu lagi um meðferðarhæfi kæru frá einstaklingi og efnishlið hennar, sé hún á annað borð tekin til efnislegrar meðferðar, í stað þess að fjallað sé um þetta í tveimur skrefum eins og verið hefur, sbr. 8. gr. (b-lið 1. mgr. 28. gr. sáttmálans) og 9. gr. viðbótarsamningsins (1. mgr. 29. gr. sáttmálans).
     6.      Dómarar verða kosnir til níu ára, í stað sex ára samkvæmt núverandi reglum, án möguleika á endurkjöri, sbr. 2. gr. viðbótarsamningsins (1. mgr. 23. gr. sáttmálans). Markmið þessarar breytingar er að auka sjálfstæði dómara við dómstólinn gagnvart stjórnvöldum þeirra ríkja sem þeir koma frá.
     7.      Telji ráðherranefndin að aðildarríki neiti að hlíta endanlegum dómi dómstólsins í tilteknu máli getur hún ákveðið með tveimur þriðju hlutum atkvæða að leggja málið á ný fyrir dómstólinn. Komist dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að aðildarríkið hlíti ekki dóminum tekur ráðherranefndin aftur upp fullnustu dómsins gagnvart viðkomandi ríki, sbr. 16. gr. viðbótarsamningsins (4. mgr. 46. gr. sáttmálans).
     8.      Skv. 17. gr. viðbótarsamningsins (2. mgr. 59. gr. sáttmálans) verður opnað fyrir þann möguleika að Evrópusambandið gerist aðili að sáttmálanum. Lengi hefur verið til umræðu að ESB gerðist aðili að sáttmálanum og var kveðið á um þennan möguleika í samráði við ESB. Aðild ESB er fyrirhuguð í náinni framtíð, sbr. t.d. sáttmálann um stjórnarskrá Evrópu, en formlegar samningaviðræður um aðildina hafa hins vegar ekki hafist milli Evrópuráðsins og ESB.
    Þau atriði, sem talin eru upp í 1.–5. lið að framan, stefna öll að því að auka vinnusparnað eða stytta þann tíma sem dómstóllinn þarf að verja í bersýnilega ómeðferðarhæf mál eða síendurtekin álitaefni svo hann geti einbeitt sér í ríkara mæli að raunverulegum og mikilvægum álitaefnum um brot á ákvæðum sáttmálans. Hafa ber í huga að við gerð umræddra breytinga á eftirlitskerfi mannréttindasáttmálans var þess gætt að raska á engan hátt rétti sérhvers einstaklings til að kæra meint mannréttindabrot til Mannréttindadómstóls Evrópu þegar innlend réttarúrræði hafa verið tæmd.
    Viðbótarsamningur nr. 14 var samþykktur og lagður fram til undirritunar á ráðherrafundi Evrópuráðsins í Strassborg 13. maí 2004. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem undirrituðu viðbótarsamninginn sama dag en hinn 31. mars 2005 höfðu 39 ríki undirritað samninginn og eftirtalin sjö þeirra jafnframt fullgilt hann: Armenía, Bretland, Danmörk, Georgía, Írland, Malta og Noregur. Viðbótarsamningurinn öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er öll aðildarríki sáttmálans hafa fullgilt samninginn. Þess ber að geta að samkvæmt yfirlýsingu ráðherranefndar Evrópuráðsins við samþykkt viðbótarsamningsins er stefnt að því að hann verði fullgiltur af öllum aðildarríkjum mannréttindasáttmálans innan tveggja ára frá samþykkt hans, þ.e. fyrir maí 2006.
    Þegar mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur hér á landi var farin sú leið að lögfesta hann í heild sinni ásamt viðbótarsamningum við hann, sbr. lög nr. 62/1994, um mannréttindasáttmála Evrópu. Gerðar hafa verið breytingar á lögunum með lögum nr. 25/1998 vegna viðbótarsamnings nr. 11 við sáttmálann, varðandi endurskipulagningu á eftirlitskerfi sáttmálans, og með lögum nr. 128/2003 vegna viðbótarsamnings nr. 13 við sáttmálann, varðandi afnám dauðarefsingar í öllum tilvikum. Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur á yfirstandandi þingi lagt fram frumvarp til laga um breyting á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu vegna þeirra breytinga á sáttmálanum sem viðbótarsamningur nr. 14 felur í sér (þskj. 980, 648. mál).



Fylgiskjal.



VIÐBÓTARSAMNINGUR NR. 14
við sáttmálann um verndun mannréttinda og mannfrelsis, um breytingu á eftirlitskerfi sáttmálans.


    

Inngangsorð.


    Aðildarríki Evrópuráðsins, sem undirrita viðbótarsamning þennan við sáttmálann um verndun mannréttinda og mannfrelsis sem var undirritaður í Róm 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur „sáttmálinn“),
    sem hafa hliðsjón af samþykkt nr. 1 og yfirlýsingunni sem voru samþykkt á evrópsku ráðherrastefnunni um mannréttindi sem var haldin í Róm 3. og 4. nóvember 2000,
    sem hafa hliðsjón af yfirlýsingunum sem ráðherranefndin samþykkti 8. nóvember 2001, 7. nóvember 2002 og 15. maí 2003 á 109., 111. og 112. fundi sínum,
    sem hafa hliðsjón af álitsgerð 251 (2004) sem þing Evrópuráðsins samþykkti 28. apríl 2004,

    sem hafa í huga brýna nauðsyn þess að breyta tilteknum ákvæðum sáttmálans í því skyni að viðhalda og bæta skilvirkni eftirlitskerfis hans til langs tíma litið, einkum í ljósi síaukins vinnuálags sem Mannréttindadómstóll Evrópu og ráðherranefnd Evrópuráðsins eru undir,

    sem hafa einkum í huga nauðsyn þess að dómstóllinn geti áfram gegnt því mikilvæga hlutverki sínu að vernda mannréttindi í Evrópu,
    hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

1. gr.

    2. mgr. 22. gr. sáttmálans fellur brott.


2. gr.

    23. gr. sáttmálans er breytt svofellt:

    „23. gr. – Kjörtímabil og brottvikning.
    1. Dómararnir skulu kosnir til níu ára. Þá má ekki endurkjósa.
    2. Kjörtímabil dómara rennur út þegar þeir verða 70 ára.
    3. Dómarar skulu halda sæti sínu þar til aðrir koma í þeirra stað. Þeir skulu samt halda áfram að starfa að þeim málum sem þeir voru teknir til við.
    4. Því aðeins verður dómara vikið úr starfi að hinir dómararnir ákveði með tveimur þriðju hlutum atkvæða að hann fullnægi ekki lengur þeim skilyrðum sem krafist er.“

3. gr.

    24. gr. sáttmálans fellur brott.

4. gr.

    25. gr. sáttmálans verður 24. gr. og er texta hennar breytt svofellt:

    „24. gr. – Skrifstofa og skýrslugerðarmenn.
    1. Dómstóllinn skal hafa skrifstofu og skal hlutverk hennar og skipulag ákveðið í starfsreglum dómstólsins.
    2. Skýrslugerðarmenn, sem starfa undir stjórn forseta dómstólsins, skulu vera dómstólnum til aðstoðar þegar einn dómari situr í dóminum. Þeir skulu vera hluti af starfsliði skrifstofu dómstólsins.“

5. gr.

    26. gr. sáttmálans verður 25. gr. („Fullskipaður dómstóll“) og er texta hennar breytt svofellt:

    1.     Í lok d-liðar kemur semíkomma í stað kommu og orðið „og“ fellur brott.

    2.     Í lok e-liðar kemur semíkomma í stað punkts.
    3.        Ný málsgrein, f-liður, bætist við og verður svohljóðandi:
              „f.     leggja fram beiðni skv. 2. mgr. 26. gr.“


6. gr.

    27. gr. sáttmálans verður 26. gr. og er texta hennar breytt svofellt:

    „26. gr. – Einn dómari situr í dóminum, nefndir, deildir og yfirdeild.
    1. Til að fara með mál sem lögð eru fyrir dómstólinn skal hann starfa sem hér segir: einn dómari sitji í dóminum, hann starfi í nefndum sem þrír dómarar skipa, í deildum sem sjö dómarar skipa og yfirdeild sem sautján dómarar skipa. Deildir dómstólsins skipa nefndir til ákveðins tíma.
    2. Ráðherranefndin getur, að beiðni fullskipaðs dómstóls, með samhljóða ákvörðun og til ákveðins tíma, fækkað dómurum í deildum í fimm.

    3. Þegar dómari situr einn í dóminum skal hann ekki skoða kærur á hendur því aðildarríki sáttmálans sem hann er kosinn fyrir.

    4. Sjálfskipaður í deildina og yfirdeildina er dómari sá sem er kosinn af hálfu þess aðildarríkis sem er málsaðili. Fyrirfinnist enginn slíkur eða geti sá dómari ekki tekið þátt í meðferð málsins tilnefnir forseti dómstólsins dómara af lista sem fyrrnefnt aðildarríki hefur þegar lagt fram.

    5. Yfirdeildina skulu einnig skipa forseti og varaforsetar dómstólsins, forsetar deilda og aðrir dómarar sem valdir eru samkvæmt starfsreglum dómstólsins. Þegar máli er vísað til yfirdeildarinnar í samræmi við ákvæði 43. gr. skal enginn þeirra dómara, sem áttu sæti í deildinni sem kvað upp dóm í málinu, eiga sæti í yfirdeildinni, að undanskildum þó forseta deildarinnar og dómara þeim sem átti sæti í deildinni af hálfu þess aðildarríkis sem er málsaðili.“


7. gr.

    Ný 27. gr. er felld inn í sáttmálann á eftir hinni nýju 26. gr. og verður svohljóðandi:

    „27. gr. – Valdsvið dómara sem sitja einir í dóminum.
    1. Dómara, sem situr einn í dóminum, er heimilt að lýsa ótæka eða fella af málaskrá dómstólsins kæru, sem borin er fram skv. 34. gr., þegar unnt er að taka slíka ákvörðun án frekari skoðunar.

    2. Ákvörðunin skal vera endanleg.
    3. Lýsi dómari, sem situr einn í dóminum, ekki kæru ótæka eða felli hana ekki af málaskrá skal hann framsenda hana nefnd eða deild til frekari skoðunar.“

8. gr.

    28. gr. sáttmálans er breytt svofellt:

    „28. gr. – Valdsvið nefnda.
    1. Nefnd er heimilt, að því er varðar kæru sem er borin fram skv. 34. gr. og með samhljóða atkvæðum,
    a.        að lýsa hana ótæka eða fella af málaskrá sinni þegar unnt er að taka slíka ákvörðun án frekari skoðunar; eða
    b.        að lýsa hana tæka og fella um leið dóm um efni hennar ef þegar hefur verið fjallað um úrlausnarefnið, sem málið snýst um og varðar túlkun eða beitingu ákvæða sáttmálans eða viðbótarsamninga við hann, í staðfestri dómaframkvæmd dómstólsins.

    2. Ákvarðanir og dómar skv. 1. mgr. skulu vera endanleg.
    3. Eigi dómarinn, sem er kosinn af hálfu aðildarríkisins sem er málsaðili, ekki sæti í nefndinni getur nefndin, á hvaða stigi málsmeðferðar sem er, boðið dómaranum að taka sæti eins nefndarmanna, að teknu tilliti til allra þátta sem máli skipta, m.a. þess hvort fyrrnefnt aðildarríki hafi andæft því að málsmeðferðinni skv. b-lið 1. mgr. sé beitt.“


9. gr.

    Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 29. gr. sáttmálans:
    1.        1. mgr. er breytt svofellt: „Sé ekki tekin ákvörðun í samræmi við 27. eða 28. gr., eða dómur ekki felldur skv. 28. gr., skal deild kveða á um hvort kæra, sem borin er fram af einstaklingi skv. 34. gr., sé tæk og um efni hennar. Heimilt er að taka ákvörðun um hvort kæra sé tæk sérstaklega.“

    2.     Í lok 2. mgr. bætist við nýr málsliður sem verður svohljóðandi: „Ákvörðun um hvort kæra sé tæk skal tekin sérstaklega nema dómstóllinn ákveði annað í undantekningartilvikum.“
    3.        3. mgr. fellur brott.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 31. gr. sáttmálans:
    1.     Í lok a-liðar fellur orðið „og“ brott.

    2.     b-liður verður c-liður og nýr b-liður er felldur inn í greinina og verður svohljóðandi:
              „b.    úrskurða í málum sem ráðherranefndin vísar til dómstólsins í samræmi við 4. mgr. 46. gr.; og“.


11. gr.

    Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 32. gr. sáttmálans:
    Í lok 1. mgr. skal fella inn kommu og raðtöluna 46 á eftir raðtölunni 34.

12. gr.

    3. mgr. 35. gr. sáttmálans er breytt svofellt:

    „3. Dómstóllinn skal lýsa ótæka hverja kæru einstaklings, sem er borin fram skv. 34. gr., telji hann:
    a.        kæruna ósamrýmanlega ákvæðum sáttmálans eða viðbótarsamninga við hann, augljóslega illa grundaða eða fela í sér misnotkun á kærurétti einstaklinga; eða

    b.        kæranda ekki hafa orðið fyrir umtalsverðu óhagræði, nema virðing fyrir mannréttindum, eins og þau eru skilgreind í sáttmálanum og viðbótarsamningum við hann, krefjist þess að efni kærunnar sé skoðað og með þeim fyrirvara að óheimilt er að vísa frá, á þessari forsendu, máli sem innlendur dómstóll hefur ekki fjallað um á tilhlýðilegan hátt.“

13. gr.

    Ný málsgrein, 3. mgr., bætist við í lok 36. gr. sáttmálans og verður svohljóðandi:

    „3. Mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins er heimilt að leggja fram skriflegar athugasemdir í öllum málum fyrir deild eða yfirdeildinni og taka þátt í réttarhöldum.“

14. gr.

    38. gr. sáttmálans er breytt svofellt:

    „38. gr. – Skoðun máls.
    Dómstóllinn skal skoða málið með fulltrúum málsaðila og, ef þörf krefur, framkvæma rannsókn sem þeim aðildarríkjum sem hlut eiga að máli er þá skylt að greiða fyrir í hvívetna.“



15. gr.

    39. gr. sáttmálans er breytt svofellt:

    „39. gr. – Sáttargerð.
    1. Dómstóllinn getur, á hvaða stigi málsmeðferðar sem er, verið reiðubúinn til þess að aðstoða málsaðila við að ná sáttum í málinu á þeirri forsendu að mannréttindi séu virt, eins og þau eru skilgreind í sáttmálanum og viðbótarsamningum við hann.
    2. Málsmeðferð, sem fer fram skv. 1. mgr., skal háð trúnaðarkvöðum.
    3. Ef sættir takast skal dómstólinn fella málið af málaskrá sinni með ákvörðun sem skal vera stutt greinargerð um málsatvik og þá lausn sem náðist.

    4. Ákvörðunin skal fengin ráðherranefndinni sem hefur umsjón með því að skilmálum sáttargerðarinnar sé fullnægt með þeim hætti sem fram kemur í ákvörðuninni.“

16. gr.

    46. gr. sáttmálans er breytt svofellt:

    „46. gr. – Bindandi áhrif dóma og fullnusta þeirra.
    1. Aðildarríkin heita því að hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju því máli sem þau eru aðilar að.
    2. Endanlegur dómur dómstólsins skal fenginn ráðherranefndinni sem hefur umsjón með fullnustu hans.
    3. Telji ráðherranefndin að erfiðleikar við túlkun endanlegs dóms torveldi umsjón með fullnustu hans getur hún vísað málinu til dómstólsins til að fá úr því skorið hvernig beri að túlka dóminn. Tvo þriðju hluta atkvæða þeirra fulltrúa sem eiga rétt til setu í nefndinni þarf til að samþykkja ákvörðun um tilvísun.

    4. Telji ráðherranefndin að aðildarríki neiti að hlíta endanlegum dómi í máli sem það á aðild að getur hún, eftir að hafa afhent viðkomandi aðildarríki formlega tilkynningu þar um og með ákvörðun sem er samþykkt með tveimur þriðju hlutum atkvæða þeirra fulltrúa sem eiga rétt til setu í nefndinni, beint þeirri spurningu til dómstólsins hvort aðildarríkið hafi brotið gegn skyldum sínum skv. 1. mgr.
    5. Komist dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn ákvæðum 1. mgr. skal hann vísa málinu til ráðherranefndarinnar sem tekur til umfjöllunar til hvaða ráðstafa skuli grípa. Komist dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið brotið gegn ákvæðum 1. mgr. skal hann vísa málinu til ráðherranefndarinnar sem skal hætta skoðun málsins.“

17. gr.

    Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 59. gr. sáttmálans:
    1.        Ný málsgrein, 2. mgr., bætist við og verður svohljóðandi:
            „2. Evrópusambandinu er heimilt að gerast aðili að þessum sáttmála.“
    2.     2., 3. og 4. mgr. verða 3., 4. og 5. mgr.





Loka- og bráðabirgðaákvæði.

18. gr.

    1. Viðbótarsamningur þessi skal liggja frammi til undirritunar af hálfu þeirra aðildarríkja Evrópuráðsins sem hafa undirritað sáttmálann og geta þau lýst samþykki sínu til að vera bundin af honum með:
    a.        undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki; eða
    b.        undirritun með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki og með eftirfarandi fullgildingu, staðfestingu eða samþykki.
    2. Skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til vörslu.

19. gr.

    Viðbótarsamningur þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er öll aðildarríki sáttmálans hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af viðbótarsamningnum í samræmi við ákvæði 18. gr.


20. gr.

    1. Ákvæði viðbótarsamnings þessa skulu gilda, frá þeim degi er hann öðlast gildi, um allar kærur sem dómstóllinn hefur til meðferðar og alla dóma sem ráðherranefndin hefur umsjón með að sé fullnægt.
    2. Nýja kæruskilyrðið, sem er fellt inn í sáttmálann með 12. gr. þessa viðbótarsamnings sem b-liður 3. mgr. 35. gr., gildir ekki um kærur sem eru lýstar tækar áður en viðbótarsamningur þessi öðlast gildi. Aðeins deildir eða yfirdeild dómstólsins mega beita nýja kæruskilyrðinu næstu tvö ár eftir að viðbótarsamningur þessi öðlast gildi.


21. gr.

    Kjörtímabil dómara, sem eru á fyrsta kjörtímabili sínu þann dag er viðbótarsamningur þessi öðlast gildi, skal framlengt að lögum ( ipso jure) þannig að það sé níu ár alls. Aðrir dómarar skulu ljúka kjörtímabili sínu sem skal framlengt að lögum ( ipso jure) um tvö ár.

22. gr.

    Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal tilkynna aðildarríkjum Evrópuráðsins um:

    a.        sérhverja undirritun;
    b.        afhendingu sérhvers skjals um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu;
    c.        gildistökudag þessa viðbótarsamnings í samræmi við 19. gr.; og
    d.        sérhverja aðra gerð, tilkynningu eða orðsendingu varðandi þennan viðbótarsamning.

    Þessu til staðfestu hafa undirrituð, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað viðbótarsamning þennan.

    Gjört í Strassborg 13. maí 2004 í einu eintaki á ensku og frönsku sem skal afhent skjalasafni Evrópuráðsins til vörslu og eru báðir textarnir jafngildir. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal senda staðfest endurrit til allra aðildarríkja Evrópuráðsins.



PROTOCOL NO. 14
to the Convention for the Protection of
Human Rights and Fundamental Freedoms,
Amending the Control System of the Convention


Preamble


    The member States of the Council of Europe, signatories to this Protocol to the Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, signed at Rome on 4 November 1950 (hereinafter referred to as “the Convention”),
    Having regard to Resolution No. 1 and the Declaration adopted at the European Ministerial Conference on Human Rights, held in Rome on 3 and 4 November 2000;
    Having regard to the Declarations adopted by the Committee of Ministers on 8 November 2001, 7 November 2002 and 15 May 2003, at their 109th, 111th and 112th Sessions, respectively;
    Having regard to Opinion No. 251 (2004) adopted by the Parliamentary Assembly of the Council of Europe on 28 April 2004;
    Considering the urgent need to amend certain provisions of the Convention in order to maintain and improve the efficiency of the control system for the long term, mainly in the light of the continuing increase in the workload of the European Court of Human Rights and the Committee of Ministers of the Council of Europe;
    Considering, in particular, the need to ensure that the Court can continue to play its pre-eminent role in protecting human rights in Europe,
    Have agreed as follows:

Article 1

    Paragraph 2 of Article 22 of the Convention shall be deleted.

Article 2

    Article 23 of the Convention shall be amended to read as follows:
    “Article 23 – Terms of office and dismissal
    1. The judges shall be elected for a period of nine years. They may not be re-elected.
    2. The terms of office of judges shall expire when they reach the age of 70.
    3. The judges shall hold office until replaced. They shall, however, continue to deal with such cases as they already have under consideration.
    4. No judge may be dismissed from office unless the other judges decide by a majority of two-thirds that that judge has ceased to fulfil the required conditions.”

Article 3

    Article 24 of the Convention shall be deleted.

Article 4

    Article 25 of the Convention shall become Article 24 and its text shall be amended to read as follows:
    “Article 24 – Registry and rapporteurs
    1. The Court shall have a registry, the functions and organisation of which shall be laid down in the rules of the Court.
    2. When sitting in a single-judge formation, the Court shall be assisted by rapporteurs who shall function under the authority of the President of the Court. They shall form part of the Court's registry.”

Article 5

    Article 26 of the Convention shall become Article 25 (“Plenary Court”) and its text shall be amended as follows:
    1.     At the end of paragraph d, the comma shall be replaced by a semi-colon and the word “and” shall be deleted.
    2.     At the end of paragraph e, the full stop shall be replaced by a semi-colon.
    3.     A new paragraph f shall be added which shall read as follows:
            “f.    make any request under Article 26, paragraph 2.”

Article 6

    Article 27 of the Convention shall become Article 26 and its text shall be amended to read as follows:
    “Article 26 – Single-judge formation, committees, Chambers and Grand Chamber
    1. To consider cases brought before it, the Court shall sit in a single-judge formation, in committees of three judges, in Chambers of seven judges and in a Grand Chamber of seventeen judges. The Court's Chambers shall set up committees for a fixed period of time.

    2. At the request of the plenary Court, the Committee of Ministers may, by a unanimous decision and for a fixed period, reduce to five the number of judges of the Chambers.

    3. When sitting as a single judge, a judge shall not examine any application against the High Contracting Party in respect of which that judge has been elected.
    4. There shall sit as an ex officio member of the Chamber and the Grand Chamber the judge elected in respect of the High Contracting Party concerned. If there is none or if that judge is unable to sit, a person chosen by the President of the Court from a list submitted in advance by that Party shall sit in the capacity of judge.
    5. The Grand Chamber shall also include the President of the Court, the Vice-Presidents, the Presidents of the Chambers and other judges chosen in accordance with the rules of the Court. When a case is referred to the Grand Chamber under Article 43, no judge from the Chamber which rendered the judgment shall sit in the Grand Chamber, with the exception of the President of the Chamber and the judge who sat in respect of the High Contracting Party concerned.”

Article 7

    After the new Article 26, a new Article 27 shall be inserted into the Convention, which shall read as follows:
    “Article 27 – Competence of single judges

    1. A single judge may declare inadmissible or strike out of the Court's list of cases an application submitted under Article 34, where such a decision can be taken without further examination.
    2. The decision shall be final.
    3. If the single judge does not declare an application inadmissible or strike it out, that judge shall forward it to a committee or to a Chamber for further examination.”

Article 8

    Article 28 of the Convention shall be amended to read as follows:
    “Article 28 – Competence of committees
    1. In respect of an application submitted under Article 34, a committee may, by a unanimous vote,
    a.        declare it inadmissible or strike it out of its list of cases, where such decision can be taken without further examination; or
    b.        declare it admissible and render at the same time a judgment on the merits, if the underlying question in the case, concerning the interpretation or the application of the Convention or the Protocols thereto, is already the subject of well-established case-law of the Court.
    2. Decisions and judgments under paragraph 1 shall be final.
    3. If the judge elected in respect of the High Contracting Party concerned is not a member of the committee, the committee may at any stage of the proceedings invite that judge to take the place of one of the members of the committee, having regard to all relevant factors, including whether that Party has contested the application of the procedure under paragraph 1.b.”

Article 9

    Article 29 of the Convention shall be amended as follows:
    1.     Paragraph 1 shall be amended to read as follows: “If no decision is taken under Article 27 or 28, or no judgment rendered under Article 28, a Chamber shall decide on the admissibility and merits of individual applications submitted under Article 34. The decision on admissibility may be taken separately.”
    2.        At the end of paragraph 2 a new sentence shall be added which shall read as follows: “The decision on admissibility shall be taken separately unless the Court, in exceptional cases, decides otherwise.”
    3.     Paragraph 3 shall be deleted. 

Article 10

    Article 31 of the Convention shall be amended as follows:
    1.     At the end of paragraph a, the word “and” shall be deleted.
    2.     Paragraph b shall become paragraph c and a new paragraph b shall be inserted and shall read as follows:
             “b.    decide on issues referred to the Court by the Committee of Ministers in accordance with Article 46, paragraph 4; and”.

Article 11

    Article 32 of the Convention shall be amended as follows:
    At the end of paragraph 1, a comma and the number 46 shall be inserted after the number 34.

Article 12

    Paragraph 3 of Article 35 of the Convention shall be amended to read as follows:
    “3. The Court shall declare inadmissible any individual application submitted under Article 34 if it considers that:
    a.        the application is incompatible with the provisions of the Convention or the Protocols thereto, manifestly ill-founded, or an abuse of the right of individual application; or
    b.        the applicant has not suffered a significant disadvantage, unless respect for human rights as defined in the Convention and the Protocols thereto requires an examination of the application on the merits and provided that no case may be rejected on this ground which has not been duly considered by a domestic tribunal.”


Article 13

    A new paragraph 3 shall be added at the end of Article 36 of the Convention, which shall read as follows:
    “3. In all cases before a Chamber or the Grand Chamber, the Council of Europe Commissioner for Human Rights may submit written comments and take part in hearings.”

Article 14

    Article 38 of the Convention shall be amended to read as follows:
    “Article 38 – Examination of the case
    The Court shall examine the case together with the representatives of the parties and, if need be, undertake an investigation, for the effective conduct of which the High Contracting Parties concerned shall furnish all necessary facilities.”

Article 15

    Article 39 of the Convention shall be amended to read as follows:
    “Article 39 – Friendly settlements
    1. At any stage of the proceedings, the Court may place itself at the disposal of the parties concerned with a view to securing a friendly settlement of the matter on the basis of respect for human rights as defined in the Convention and the Protocols thereto.
    2. Proceedings conducted under paragraph 1 shall be confidential.
    3. If a friendly settlement is effected, the Court shall strike the case out of its list by means of a decision which shall be confined to a brief statement of the facts and of the solution reached.
    4. This decision shall be transmitted to the Committee of Ministers, which shall supervise the execution of the terms of the friendly settlement as set out in the decision.”

Article 16

    Article 46 of the Convention shall be amended to read as follows:
    “Article 46 – Binding force and execution of judgments
    1. The High Contracting Parties undertake to abide by the final judgment of the Court in any case to which they are parties.
    2. The final judgment of the Court shall be transmitted to the Committee of Ministers, which shall supervise its execution.
    3. If the Committee of Ministers considers that the supervision of the execution of a final judgment is hindered by a problem of interpretation of the judgment, it may refer the matter to the Court for a ruling on the question of interpretation. A referral decision shall require a majority vote of two thirds of the representatives entitled to sit on the Committee.
    4. If the Committee of Ministers considers that a High Contracting Party refuses to abide by a final judgment in a case to which it is a party, it may, after serving formal notice on that Party and by decision adopted by a majority vote of two thirds of the representatives entitled to sit on the Committee, refer to the Court the question whether that Party has failed to fulfil its obligation under paragraph 1.
    5. If the Court finds a violation of paragraph 1, it shall refer the case to the Committee of Ministers for consideration of the measures to be taken. If the Court finds no violation of paragraph 1, it shall refer the case to the Committee of Ministers, which shall close its examination of the case.”


Article 17

    Article 59 of the Convention shall be amended as follows:
    1.        A new paragraph 2 shall be inserted which shall read as follows:
            “2. The European Union may accede to this Convention.”
    2.     Paragraphs 2, 3 and 4 shall become paragraphs 3, 4 and 5 respectively.




Final and transitional provisions

Article 18

    1. This Protocol shall be open for signature by member States of the Council of Europe signatories to the Convention, which may express their consent to be bound by:

    a.        signature without reservation as to ratification, acceptance or approval; or
    b.        signature subject to ratification, acceptance or approval, followed by ratification, acceptance or approval.

    2. The instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Secretary General of the Council of Europe.

Article 19

    This Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date on which all Parties to the Convention have expressed their consent to be bound by the Protocol, in accordance with the provisions of Article 18.

Article 20

    1. From the date of the entry into force of this Protocol, its provisions shall apply to all applications pending before the Court as well as to all judgments whose execution is under supervision by the Committee of Ministers.
    2. The new admissibility criterion inserted by Article 12 of this Protocol in Article 35, paragraph 3.b of the Convention, shall not apply to applications declared admissible before the entry into force of the Protocol. In the two years following the entry into force of this Protocol, the new admissibility criterion may only be applied by Chambers and the Grand Chamber of the Court.

Article 21

    The term of office of judges serving their first term of office on the date of entry into force of this Protocol shall be extended ipso jure so as to amount to a total period of nine years. The other judges shall complete their term of office, which shall be extended ipso jure by two years.

Article 22

    The Secretary General of the Council of Europe shall notify the member States of the Council of Europe of:
    a.         any signature;
    b.         the deposit of any instrument of ratification, acceptance or approval;
    c.        the date of entry into force of this Protocol in accordance with Article 19; and
    d.        any other act, notification or communication relating to this Protocol.

    In witness whereof, the undersigned, being duly authorised thereto, have signed this Protocol.


    Done at Strasbourg, this 13 th day of May 2004, in English and in French, both texts being equally authentic, in a single copy which shall be deposited in the archives of the Council of Europe. The Secretary General of the Council of Europe shall transmit certified copies to each member State of the Council of Europe.