Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 478. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1249  —  478. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



         Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elvu Ósk Wiium og Guðmund Guðbjarnason frá fjármálaráðuneyti, Skúla Eggert Þórðarson og Bryndísi Kristjánsdóttur frá embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins, Pál Gunnar Pálsson, Ragnar Hafliðason og Guðmund Jónsson frá Fjármálaeftirliti, Indriða H. Þorláksson ríkisskattstjóra, Sigríði Á. Andersen frá Verslunarráði, Lilju Steinþórsdóttur frá Seðlabanka Íslands, Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur og Bryndísi Ösp Valsdóttur frá Kauphöll Íslands og Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda ásamt Vigni Rafni Gíslasyni og Albert Ólafssyni frá reikningsskilaráði.
    Málið var afgreitt samhliða máli 480, frumvarpi til laga um breyting á lögum um ársreikninga. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um bókhald til samræmis við þær breytingar sem verið er að gera á lögum um ársreikninga en ákvæði bókhaldslaga taka til annarra félaga en þeirra sem falla undir lög um ársreikninga.
    Í frumvarpinu er lagt til að félögum, sjóðum og stofnunum, flestum sameignarfélögum og samlögum, svo og bókhaldsskyldum einstaklingum, sem falla ekki undir ákvæði laga um ársreikninga eða ákvæði annarra laga um reikningsskil, verði heimilað að fara eftir ákvæðum laga um ársreikninga sem eru öllu ítarlegri og kröfuharðari en III. kafli í lögum um bókhald.
    Umsagnir sem bárust nefndinni um málið voru jákvæðar enda eru þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu eðlilegar að teknu tilliti til máls 480.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Í stað orðanna „þessari málsgrein“ í efnismálsgrein b-liðar 16. gr. komi: 1. mgr.

    Jóhanna Sigurðardóttir, Lúðvík Bergvinsson, Helgi Hjörvar og Ögmundur Jónasson skrifa undir álit þetta með fyrirvara.
    Gunnar Örlygsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 26. apríl 2005.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Birgir Ármannsson.



Gunnar Birgisson.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.


Lúðvík Bergvinsson,


með fyrirvara.



Una María Óskarsdóttir.


Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.


Helgi Hjörvar,


með fyrirvara.