Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 590. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1290  —  590. mál.




Breytingartillögur



við frv. til samkeppnislaga.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (PHB, DJ, BÁ, GunnB, UMÓ).



     1.      Við 1. gr. Í stað orðsins „keppinauta“ í c-lið komi: samkeppnisaðila.
     2.      Við 4. gr. 10. tölul. 1. mgr. orðist svo: Verð er andvirði vöru og þjónustu, þ.e. hvers konar endurgreiðsla án tillits til þess hvort notað er annað heiti, svo sem endurgjald, laun, þóknun, frakt, flutningsgjald, taxti, leiga eða því um líkt.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „Meiri háttar“ í síðari málslið 3. mgr. komi: efnislegar.
                  b.      Við 3. mgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Stjórnin skal setja sér starfsreglur, þar sem m.a. skal kveðið á um hvað teljist til meiri háttar ákvarðana. Reglurnar skulu birtar í B-deild Stjórnartíðinda.
     4.      Við 6. gr. Við lokamálslið 1. mgr. bætist: og setur honum starfslýsingu.
     5.      Við 14. gr. Í stað orðanna „einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi“ í lokamálslið komi: starfsemi sem nýtur einkaleyfis eða verndar.
     6.      Við 1. mgr. 22. gr.
                  a.      Í stað orðanna „hjá íslenskum aðilum“ komi: hér á landi.
                  b.      Í stað orðsins „starfsreglum“ komi: reglum.
     7.      Við 41. gr. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal málshöfðun fyrir dómstólum fresta réttaráhrifum úrskurðar áfrýjunarnefndar um breytingar á skipulagi, sbr. 2. mgr. 16. gr.
     8.      Við 44. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði til bráðabirgða öðlast þegar gildi.
     9.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
                  Starfsmönnum Samkeppnisstofnunar skal boðið annað starf hjá þeim stofnunum er taka við verkefnum Samkeppnisstofnunar 1. júlí 2005, þ.e. Samkeppniseftirliti og Neytendastofu. Við ráðstöfun þeirra starfa þarf ekki að gæta 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
                  Viðskiptaráðherra er heimilt að skipa þegar stjórn Samkeppniseftirlitsins og skal stjórnin hafa heimild til að undirbúa gildistöku laganna, þ.m.t. að bjóða starfsmönnum Samkeppnisstofnunar annað starf hjá Samkeppniseftirlitinu, sbr. 1. mgr., eftir 1. júlí 2005.