Umræða um störf þingsins

Föstudaginn 20. janúar 2006, kl. 11:12:21 (3403)


132. löggjafarþing — 47. fundur,  20. jan. 2006.

Umræða um störf þingsins.

[11:12]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrir það fyrsta, þrátt fyrir þessi orðaskipti, þakka hæstv. forseta fyrir að hafa beðið meðan hv. þm. Mörður Árnason hljóp yfir Austurvöll til að geta komið hér á eftir hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni.

Ástæða þess að ég kem í ræðustól nú er að ég vil leggja eina spurningu fyrir hæstv. forseta sem er ákaflega mikilvægt að fá svar við nú vegna þessarar umræðu um þau trúnaðargögn sem afhent voru menntamálanefndarfólkinu eða þeim níu þingmönnum sem þar sitja. Gildir sá trúnaður þannig að hv. menntamálanefndarmenn mega ekki skýra okkur öðrum þingmönnum frá þessum gögnum? Má til dæmis hv. þm. Mörður Árnason, og aðrir fulltrúar Samfylkingarinnar í menntamálanefnd, ekki vegna þessa trúnaðar skýra þingflokki Samfylkingarinnar frá því sem í þessum gögnum stendur? Verður kannski múll settur á okkur aðra þingmenn en þá sem sitja í menntamálanefnd út af þessum gögnum? Það er ákaflega mikilvægt, virðulegi forseti, að fá úr því skorið úr forsetastóli hvort þessi trúnaður gildi þar um og heyra bara hvort (Gripið fram í: Er svona múll til?) þannig er. (Gripið fram í: Eigið þið svona múl?)