Afbrigði

Fimmtudaginn 26. janúar 2006, kl. 16:17:18 (3824)


132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Afbr.

[16:17]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Þetta er stórmál sem verið er að fjalla um. Úthlutun á rannsóknar- og virkjunarleyfum á vatnsföllum í landinu. Inn í miðja umræðu kemur breytingartillaga sem ekkert hefur verið kynnt, meira að segja fulltrúar þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í hv. iðnaðarnefnd voru ekki viðstaddir, var vísað á dyr, þegar verið var að kokka tillöguna. Frú forseti. Ég tel að það sé eðlilegt að tillagan fái hér eðlilegan biðtíma og málið komi síðan á dagskrá eftir helgi. Það er enginn heimsendir á ferðinni í kringum þetta mál. Það er ekkert sem rekur svo sérstaklega á eftir því, eða er það frú forseti? Liggur svo á að níðast þurfi á þingsköpum með því að troða tillögunni í gegn? Frú forseti. Ég segi nei og ég skora á hæstv. forseta að koma í veg fyrir valdbeitingu af þessu tagi í þinginu fullkomlega að nauðsynjalausu.