Íslensk leyniþjónusta

Mánudaginn 06. febrúar 2006, kl. 15:17:48 (4285)


132. löggjafarþing — 59. fundur,  6. feb. 2006.

Íslensk leyniþjónusta.

[15:17]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Þau frumvörp sem ég er að ræða og verða rædd á þingi síðar þegar þau koma fram snerta ekki þann þátt málsins sem hv. þingmaður vakti máls á. Þar er um önnur lög að ræða, en að sjálfsögðu hefur Alþingi aðgang að upplýsingum og kemur að þessum málum og öllum ákvörðunum varðandi þá þætti sem verða til umræðu þegar þau frumvörp verða rædd og þá er hægt að fara nánar út í þau atriði sem hv. þingmaður vék máls á en þau atriði sem hann nefndi sérstaklega í síðustu ræðu sinni snerta ekki það sem ég er að fjalla um hér.