Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009

Fimmtudaginn 09. febrúar 2006, kl. 15:04:40 (4635)


132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[15:04]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hann er oft sár sannleikurinn. Það er bara þannig sem þessi byggðastefna hefur virkað. Við erum að tala hér um byggðamál. Við erum að tala um landsbyggðina. Við erum ekki að tala um þau svæði á landinu þar sem allt er í blóma og allt gengur vel. Við erum að tala um hin svæðin og það er þar sem hlutirnir hafa ekki gengið og þótt menn hafi frómar óskir og setji fram vilja sinn til að gera þetta og gera hitt og kannski einhvern tímann þetta og hitt. Þá er það bara ekki farið að virka. Við sjáum hvernig byggðirnar hopa. Það er t.d. sjávarútvegsstefnan sem þarna hefur skipt öllu máli. (BJJ: Hver er stefnan?) og stefna Samfylkingarinnar liggur alveg klár fyrir í sjávarútvegsmálum. (Iðnrh.: Hver er hún?) Ég mun fara yfir hana í ræðu minni á eftir og þá getur hv. þingmaður tekist á við mig um það mál. En það er algjör samhljómur í flokki okkar um að ná þurfi sátt við fleiri en LÍÚ. (Gripið fram í.) Það er nefnilega þjóð í landinu líka. Það þarf sátt um sjávarútvegsmálin við hana.