Raforkumálefni

Mánudaginn 20. febrúar 2006, kl. 19:35:09 (5216)


132. löggjafarþing — 70. fundur,  20. feb. 2006.

Raforkumálefni.

348. mál
[19:35]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nú ekkert alveg út í loftið það sem ég er að segja, við erum búin að velta þessu dálítið fyrir okkur, þessu eignarhaldi í raforkugeiranum og hvernig hlutum verði best raðað upp þannig að það sé árangursríkt, bæði fyrir hina almennu neytendur og fyrirtækin í landinu. Ég endurtek það að við teljum að það verði gert með þessum hætti og mér finnst nauðsynlegt að tala opinskátt um það hér á hv. Alþingi þannig að hv. þingmenn viti nokkurn veginn hvað við erum að fara. Hugsunin er að sjálfsögðu sú að með þessu móti gæti orðið til samkeppnisumhverfi sem skipti máli. Við getum nú talað betur um þetta síðar, við hv. þingmaður, en ég sé ekki að það verði gert með öðrum hætti þannig að það skili sér.