Vatnalög

Miðvikudaginn 15. mars 2006, kl. 12:58:25 (6171)


132. löggjafarþing — 86. fundur,  15. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[12:58]
Hlusta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þingmaðurinn spurði mig hvort ég væri sammála því sem kæmi fram í 15. og 16. gr. frumvarpsins. Ég get svarað því til að efnislega tel ég þetta ágætar greinar enda byggja þær á þeim grunni sem er í núgildandi vatnalögum og eru engin breyting frá því nema hvað kannski er örlítil þrenging í 15. gr.

Það er auðvitað ýmislegt í þessu frumvarpi sem er ágætt og vel hægt að nota enda hafa ekki allar frumvarpsgreinarnar sem eru ansi margar að tölu, 43, valdið ágreiningi. Það eru fyrst og fremst 1. og 4. gr. þessa frumvarps sem eru deiluefnið. Um þær greinar sem spurt var út í geri ég í sjálfu sér engan stóran ágreining.