Vatnalög

Miðvikudaginn 15. mars 2006, kl. 13:40:02 (6189)


132. löggjafarþing — 86. fundur,  15. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[13:40]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Um það hvort eigi að taka réttindi fólks til vatnsins. Staðreyndin er sú að vatnið á Íslandi hefur gegnum aldirnar verið almannaeign. Það hefur enginn getað slegið eign sinni á vatnið. Það er hins vegar tekist á um það í heiminum í dag hvort eigi að heimila fyrirtækjum að gera vatnið að hverri annarri verslunarvöru. Til að bregðast við þessu hafa almannahreyfingar barist fyrir þeim sjónarmiðum sem ég er að lýsa hér og í löndum á borð við Holland og Úrúgvæ hafa verið sett lög og ákvæði í stjórnarskrá til að vernda vatnsauðlindina frá einkageiranum (Forseti hringir.) sem vill gera hann að verslunarvöru í hagnaðarskyni þannig að ég er að tala í takt við almannavilja um heim allan.