Vatnalög

Miðvikudaginn 15. mars 2006, kl. 21:00:34 (6228)


132. löggjafarþing — 86. fundur,  15. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[21:00]
Hlusta

Jónína Bjartmarz (F) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir hélt því fram og sagði: Við teljum að þetta geta orðið íþyngjandi. Það sem skiptir öllu máli í þessu er að velta fyrir sér og komast að niðurstöðu um hvort verið hafi einhverjar takmarkanir á eignarráðum fasteignareigenda yfir vatnsréttindum síðan 1923. Fræðimenn hafa sagt nei. Það eru engar takmarkanir á eignarráðum. Þeir sjá þar engar takmarkanir. Dómaframkvæmdin segir nei. Þar eru engar takmarkanir. Þetta er óskoraður eignarréttur.

Málið snýst í raun allt saman um þetta. Ef þetta er fullur einkaréttur og óskoraður, með þeim takmörkunum sem önnur lög setja og hugsanlegir samningar, þá felst engin efnisbreyting í þessu nýja frumvarpi. Það er einungis formbreyting. (Forseti hringir.) Það er kjarni málsins í umræðunni sem staðið hefur í 30 tíma.