Vatnalög

Fimmtudaginn 16. mars 2006, kl. 11:22:54 (6266)


132. löggjafarþing — 87. fundur,  16. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[11:22]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vara sterklega við því að þessi grein sé samþykkt. Með samþykkt hennar er gengið freklega inn á verksvið landbúnaðarráðuneytisins, þ.e. verið er að ásælast verkefni sem Landgræðsla ríkisins hefur með höndum samkvæmt lögum um varnir gegn landbroti. Þar að auki er verið að heimila að farið verði í framkvæmdir án samráðs við aðila sem kunna að hafa ríka hagsmuni af sérstakri aðgæslu og á ég þar t.d. við veiðifélög og þá sem eiga veiðirétt fyrir á landi sínu.

Það er hætta á að hrygningar- og uppeldisstöðvar laxfiska verði eyðilagðar af óaðgætni.

Ég tel að hætta sé á réttaróvissu, og er reyndar fullviss um að með samþykkt þessarar greinar skapast réttaróvissa. Ég segi nei.