Rannsókn kjörbréfs

Þriðjudaginn 21. mars 2006, kl. 13:33:55 (6467)


132. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2006.

Rannsókn kjörbréfs.

[13:33]
Hlusta

Forseti (Jónína Bjartmarz):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá Sæunni Stefánsdóttur, 11. þm. Reykv. n., dags. 17. mars sl.:

„Þar sem ég get ekki lengur setið á Alþingi sem varamaður Guðjóns Ólafs Jónssonar, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, vegna anna í starfi mínu óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Fanný Gunnarsdóttir kennari, taki sæti mitt á Alþingi sem varamaður Guðjóns Ólafs Jónssonar.“

 

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Fannýju Gunnarsdóttur sem er 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Reykv. n. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund í hádeginu í dag til að fjalla um kjörbréfið.