Kadmínmengun

Miðvikudaginn 22. mars 2006, kl. 12:49:52 (6538)


132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Kadmínmengun.

572. mál
[12:49]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Ég þakka þingmönnum þessa umræðu. Hér er um mál að ræða sem snertir einkanlega hagsmuni byggðarlaganna við Arnarfjörð, fólkið þar. Mér finnst það afskaplega eðlilegt að þingmaður þess kjördæmis hafi áhyggjur af málum og vilji fá skýr svör.

En málin standa þannig að rannsóknarverkefnið hefur staðið yfir frá 2004 og því er einfaldlega ekki lokið. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til að ýta á eftir að því ljúki en ég geri mér hins vegar fyllilega grein fyrir því að það er háð því að hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sé svigrúm til þess, fjármunirnir eru hins vegar til staðar.