132. löggjafarþing — 99. fundur,  5. apr. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[05:32]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Ég hef skýrt, hæstv. forseti, hvað olli því að ég talaði þetta lengi, a.m.k. að hluta til. Ég fékk ekki viðhlítandi svör frá forseta þingsins, að ég tel. (Gripið fram í.) Alltaf var svarað út í hött og í véfréttastíl. En nú ætla ég að beina þeirri spurningu til hæstv. forseta þingsins hve lengi þessi fundur eigi að vera. Ég fer ekki úr þinghúsinu fyrr en umræðunni hefur verið frestað, einfaldlega vegna þess að ég treysti því ekki að umræðunni verði ekki lokið. Það er ástæðan fyrir því að við berum okkur að eins og við gerum, að við treystum ekki stjórn þingsins fyrir þessu máli.

Við gerum okkur grein fyrir því að hér átti að koma í bakið á okkur. Þetta eru hlutir sem eru geymdir en ekki gleymdir. Nú spyr ég hæstv. forseta þingsins: Hve lengi kemur þessi þingfundur til með að standa því að okkur er haldið í þinghúsinu? Nú er það hv. þm. Pétur H. Blöndal. Hve lengi verður þessum fundi haldið áfram? Ég óska eftir svörum, skýrum svörum frá hæstv. forseta þingsins.