Vaxtabætur vegna endurbóta á húsnæði

Miðvikudaginn 05. apríl 2006, kl. 14:52:08 (7228)


132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Vaxtabætur vegna endurbóta á húsnæði.

559. mál
[14:52]
Hlusta

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það er rétt að miklar breytingar hafa átt sér stað á banka- og lánamarkaði á síðustu árum og missirum, sérstaklega hvað varðar húsnæðislánin þar sem almennu bankarnir eru komnir mjög sterkt inn sem lánveitendur til húsnæðislána. Þá er rétt að skoða lögin sérstaklega og gloppurnar í þeim og hv. fyrirspyrjandi bendir á eina slíka sem mismunar lántakendum klárlega. Það er augljóst að þetta er hagsmunamál fyrir margar fjölskyldur og sumar mjög mikið sem kaupa gamalt húsnæði sem þarfnast verulegra endurbóta til að það sé almennilega íbúðarhæft til framtíðar. Þá er mikilvægt að fólk hafi sama rétt til vaxtabóta burt séð frá því hvar lánin eru tekin, þurfi það að ráðast í verulegar endurbætur á húsnæði til eigin nota. Þess vegna er ástæða til að skora á hæstv. fjármálaráðherra að beita sér fyrir grundvallarbreytingum til að laga kerfið um leið og þróunin á sér stað.