Umferðaröryggi á Kjalarnesi

Miðvikudaginn 26. apríl 2006, kl. 14:12:39 (8030)


132. löggjafarþing — 109. fundur,  26. apr. 2006.

Umferðaröryggi á Kjalarnesi.

680. mál
[14:12]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Mér þóttu nokkur tíðindi felast í svari hæstv. samgönguráðherra. Það er að sjálfsögðu fagnaðarefni ef menn taka ákvörðun um að fara út í að brekka veginn á Kjalarnesi frá suðurmunna Hvalfjarðarganga í áttina að þeim stað þar sem fyrirhuguð Sundabraut á að koma. Þessi kafli er á margan hátt mjög varasamur. Þarna er mikil umferð og mikið um framúrkeyrslur. Ég tel að það væri fyllilega réttlætanlegt að þessi kafli yrði tvöfaldaður og þess vegna byrjað á því nú sem allra fyrst, áður en farið yrði í framkvæmdir við hina svokölluðu Sundabraut.

Það er í sjálfu sér ámælisvert hversu verkið hefur tafist. Það er ámælisvert. Það er alveg óskiljanlegt að menn skuli ekki geta komist að niðurstöðu um það hvar Sundabrautin eigi að liggja. Þetta þarf ekki að vera svo flókin ákvörðun. Við í Frjálslynda flokknum höfum ákveðnar skoðanir á því hvernig hún eigi að vera. Tíminn leyfir ekki að fara út í þær umræður hér og nú en tvöföldun þessa kafla væri skref í rétta átt.