Nýtanlegt vatnsafl og æskileg álframleiðsla

Miðvikudaginn 31. maí 2006, kl. 15:53:55 (8453)


132. löggjafarþing — 118. fundur,  31. maí 2006.

nýtanlegt vatnsafl og æskileg álframleiðsla.

773. mál
[15:53]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að taka þetta mál upp að nýju. Það er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur af þeim pólitísku hugmyndum hæstv. iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, sem fram koma í þessu svari um að hér sé að efni til verið að virkja 25–30 teravattstundir í vatnsafli að teknu tilliti til umhverfissjónarmiða. Hér er nærri því um að ræða ýtrustu hugmyndir orkuiðnaðarins um virkjanir vatnsafls á Íslandi þó að það sé vissulega þannig að mörg af þeim verkefnum megi skoða einangruð og ein sér og réttlæta vegna efnahagslegs ávinnings að ráðast í, þá yrði eftir að virkjuð hefðu verið 25–30 teravattstundir á landinu öllu allt annað Ísland en við þekkjum í dag. Það yrði Ísland virkjað frá fjalli til fjöru með vegalagningum, með háspennulínum um (Forseti hringir.) landið þvert og endilangt og algerlega nauðsynlegt að endurskoða (Forseti hringir.) hinn pólitíska vettvang þessarar öfgastefnu iðnaðarráðuneytisins og (Forseti hringir.) Orkustofnunar.

(Forseti (JóhS): Ég bið hv. ræðumann að virða ræðutíma.)