Viðbrögð í kjölfar upplýsinga um símhleranir

Fimmtudaginn 01. júní 2006, kl. 11:08:07 (8483)


132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

viðbrögð í kjölfar upplýsinga um símhleranir.

[11:08]
Hlusta

Forseti (Jónína Bjartmarz):

Forseti ætlar þegar hér er komið sögu að öll sjónarmið þessa máls séu komin fram í þessari umræðu, fyrst um störf þingsins og síðan um fundarstjórn forseta. Það liggur fyrir að málið verður ekki til lykta leitt í þessari umræðu. Forseti þingsins, Sólveig Pétursdóttir, hefur lýst því yfir að margar leiðir séu færar til að taka á þessu máli. Ein þeirra leiða hefur verið farin með því að lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga. Það er ekkert sem bannar að um það verði þverpólitísk sátt hvernig efni þeirrar tillögu verður, þegar sú tillaga kemur hér til þinglegrar meðferðar og þá er tilefni til að sú umræða haldi áfram sem hér hefur farið fram í dag.

Forseti sá sem nú er á forsetastóli ræður þetta mál ekki til lykta hér og mun ekki boða formenn þingflokka til fundar um þetta mál en ég geri ráð fyrir að þetta verði rætt og hægt verði að ná þverpólitískri sátt við þinglega meðferð málsins.