Starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða

Fimmtudaginn 01. júní 2006, kl. 14:39:17 (8524)


132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða.

647. mál
[14:39]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 34/1998, um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, með síðari breytingum, frá efnahags- og viðskiptanefnd.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hrein Hrafnkelsson frá viðskiptaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Fjármálaeftirlitinu, Kauphöll Íslands hf., Seðlabanka Íslands, Viðskiptaráði Íslands og Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja.

Við setningu laga nr. 31/2005, um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003, voru felldar brott tvær greinar í lögum nr. 34/1998, um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Með frumvarpi þessu er lagt til að greinarnar verði teknar inn í lögin að nýju.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Jónína Bjartmarz, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðjón Ólafur Jónsson, Birgir Ámannsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Möller, Ögmundur Jónasson og Lúðvík Bergvinsson.