Fullnusta refsidóma

Fimmtudaginn 01. júní 2006, kl. 15:37:44 (8541)


132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

fullnusta refsidóma.

675. mál
[15:37]
Hlusta

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fullnustu refsidóma, sem kveðnir hafa verið upp í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, o.fl., nr. 69 12. desember 1963.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fyrirkomulagi hér á landi við framkvæmd innheimtu sekta og sakarkostnaðar milli Norðurlandanna sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur annast. Lagt er til að ráðherra verði heimilt að fela lögreglustjóra eða öðrum aðila á landsvísu að annast verkefnið.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.