132. löggjafarþing — 121. fundur,  3. júní 2006.

Veiðimálastofnun.

612. mál
[00:05]
Hlusta

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson tók heldur stórt upp í sig með því að spyrða okkur saman í Ríkisútvarpsmálinu. Það er ekki þannig.

Ég get aftur á móti að mörgu leyti verið honum sammála varðandi Veiðimálastofnun. Það kemur skýrt fram í nefndaráliti frá landbúnaðarnefnd að við töldum að ekki ætti að gera fleiri breytingar á þessu stigi vegna þess að við leggjum mikla áherslu á að endurskoðun á lögum um stofnunina fari fram sem fyrst.

Ég get að mörgu leyti tekið undir það sem hv. þingmaður sagði. Ég tel að þessi verkefni eigi vel heima á einkamarkaði og ætlast til að þessi lög um Veiðimálastofnun verði endurskoðuð sem fyrst og við fáum nýtt frumvarp að vinna úr næsta haust.