Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Þriðjudaginn 18. október 2005, kl. 18:38:53 (683)


132. löggjafarþing — 10. fundur,  18. okt. 2005.

Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

21. mál
[18:38]
Hlusta

Drífa Hjartardóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að þessi umræða hafi ekki átt sér stað nægilega mikið innan Bændasamtakanna og búnaðarþings eins og þyrfti að vera áður en þetta kemur inn á Alþingi. Ég held að þessi umræða verði að fara fram miklu meira í greininni sjálfri áður en sett eru lög um það hér hve miklar takmarkanir eigi að vera á hverju búi fyrir sig.

Ég hef ekki heyrt það fyrr að eitt bú væri orðið þetta stórt. Það væri nú fróðlegt að vita hvort þau hafi þá getað framleitt upp í allan þennan lítrafjölda sem þau eru með greiðslumark fyrir því beingreiðsla kemur ekki til nema fyrir framleiddan mjólkurlítra þannig að ef eitthvert bú á, segjum til að mynda, 250 þús. lítra beingreiðslurétt en framleiðir ekki nema 200 þús. þá dettur hitt niður. Við skulum líka halda því til haga.