Gegnumlýsingartæki fyrir tollgæsluna

Miðvikudaginn 19. október 2005, kl. 14:43:35 (734)


132. löggjafarþing — 11. fundur,  19. okt. 2005.

Gegnumlýsingartæki fyrir tollgæsluna.

100. mál
[14:43]
Hlusta

Jón Gunnarsson (Sf):

Frú forseti. Það skiptir miklu máli að allt sem mögulegt er sé gert til að koma í veg fyrir innflutning á fíkniefnum. Við eigum ekki að horfa í peninginn í því efni þegar við horfum á það mikla böl sem fíkniefnin valda þeim sem ánetjast þeim. Við metum það ekki til fjár þegar hægt er að fara í aðgerðir eins og þær að kaupa gegnumlýsingartæki til að fylgjast með vörusendingum í gámum. Þá hljótum við að gera það.

Við höfum náð árangri á Keflavíkurflugvelli. Það eru göt í kerfinu á Seyðisfirði og í þessum vörugámum. Auðvitað eigum við að bregðast við og þétta þau göt. Fyrsta skrefið er að kaupa þetta gegnumlýsingartæki, næsta skref að efla fíkniefnaeftirlit á Seyðisfirði.