Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 08. nóvember 2005, kl. 17:27:51 (1204)


132. löggjafarþing — 17. fundur,  8. nóv. 2005.

Stjórn fiskveiða.

17. mál
[17:27]
Hlusta

Gunnar Örlygsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér þykir hv. þingmaður ansi fyrirsjáanlegur í andsvörum sínum. Ég bjóst ekki við neinu öðru enda ekki mikil reisn yfir svari hv. þingmanns.

Ég vil hins vegar minna hv. þingmann á að á málefnaþingi Frjálslynda flokksins árið 2004 lagði ég fram skýrslu um sjávarútvegsmál sem var ekki kvittað fyrir af hálfu fyrrverandi félaga minna í Frjálslynda flokknum. Ég hef aldrei stutt það að frjálsar veiðar yrðu með þessum hætti. Það kvittaði ég aldrei upp á, frú forseti. Það er ein ástæða þess að ég yfirgaf Frjálslynda flokkinn.

En ég spyr hv. þingmann enn og aftur, sem ég bið um að sýna sjálfum sér virðingu og gera sig ekki alltaf að hálfgerðum trúð í þingsalnum, og sýna þá viðleitni að reyna að svara spurningunum. Þingmálið, eins og það er sett upp býður upp á algjört stjórnleysi og akkúrat enga fyrirhyggju. Guð má vita hvert mundi leiða ef þingmálið færi í gegn í óbreyttri mynd.