Vatnalög

Mánudaginn 14. nóvember 2005, kl. 18:23:10 (1492)


132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:23]
Hlusta

Jónína Bjartmarz (F) (andsvar):

Hæstv. umhverfisráðherra svaraði hv. þm. Jóni Bjarnasyni varðandi vatnsverndarákvæðin áðan. Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í það. Ég endurtek bara spurningu mína til hv. þm. Jóns Bjarnasonar: Hvaða efnisbreytingu hefur þetta í för með sér? Hvaða breyting er önnur en á formi ákvæðisins?

Hann sagði með réttu að í eldri lögum, sem var undantekning frá lagaframkvæmd almennt þegar kemur að eignarréttindum, voru réttindin talin upp. Nú er þetta skilgreint öðruvísi. En á hvern hátt er efnisbreyting í þeirri formbreytingu? Þetta er meginatriði í öllu þessu máli. Ef hv. þingmaður getur ekki svarað því þá fellur allur hans málflutningur hér, um Gólanhæðir, þjóðkirkjuna og hvar hann kom niður með jólasnjóinn og annað, (Gripið fram í: Þetta er alrangt. Alrangt.) flatur.