Kötlugos

Miðvikudaginn 16. nóvember 2005, kl. 14:48:31 (1672)


132. löggjafarþing — 23. fundur,  16. nóv. 2005.

Kötlugos.

204. mál
[14:48]
Hlusta

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir þessa athyglisverðu og góðu fyrirspurn og tek í rauninni undir þá gagnrýni sem út úr henni má lesa á andvaraleysi stjórnvalda í þessu máli og birtist t.d. í því að í síðustu samgönguáætlun var ekki gert ráð fyrir þessum framkvæmdum. Það vofir mikil vá yfir þessu svæði í formi náttúruhamfara og Kötlugosa — eins og hv. þm. Hjálmar Árnason nefndi áðan þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær — og þá gæti komið til þess að ráðast þyrfti í umfangsmikla fólksflutninga af svæðinu. Því hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hæstv. samgönguráðherra hvort neyðaráætlun um umfangsmikla fólksflutninga liggi fyrir og hver sú áætlun sé?