Kjarabætur til vistfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum

Miðvikudaginn 23. nóvember 2005, kl. 14:03:29 (2124)


132. löggjafarþing — 28. fundur,  23. nóv. 2005.

Kjarabætur til vistfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

159. mál
[14:03]
Hlusta

Guðmundur Magnússon (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ástu R. Jóhannesdóttur fyrir að koma fram með þetta mál, því það er svo sannarlega brýnt, og ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir svörin sem hann gaf um að eitthvað verði gert.

Ég spyr líka hvort ekki væri rétt að kanna að gera svipað og Danir gerðu fyrir rúmum tíu árum þegar þeir lögðu niður slíka vasapeninga. Þar fær fólk fullar, eðlilegar örorkubætur. Síðan greiðir það húsaleigu og eðlilegan hluta af heimiliskostnaði en ríkið greiðir alla þjónustu.