Textun innlends sjónvarpsefnis

Mánudaginn 05. desember 2005, kl. 15:31:23 (2551)


132. löggjafarþing — 34. fundur,  5. des. 2005.

3. fsp.

[15:31]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Frú forseti. Ríkisútvarpið hefur aukið þessa þjónustu sína töluvert en það er aldrei nóg að gert eins og ég greindi frá áðan. Ég mun sérstaklega láta fara yfir það hversu mikil aukningin hefur verið á þessu tímabili en ég vil líka undirstrika það að ég tel þetta tvímælalaust vera eitt af þeim hlutverkum sem við getum krafið Ríkisútvarpið um. Þetta er hluti af almannaþjónustuhlutverki þess og það á að uppfylla þessa þjónustu eins og annað sem fellur undir það hlutverk.