Fræðsla í Kennaraháskóla Íslands um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

Miðvikudaginn 07. desember 2005, kl. 16:31:53 (2836)


132. löggjafarþing — 37. fundur,  7. des. 2005.

Fræðsla í Kennaraháskóla Íslands um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

215. mál
[16:31]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda, hv. þm. Ágústi Ólafi Ágústssyni, fyrir að vekja athygli á þessu máli.

Í nýútkominni bók, Myndin af pabba, sem er um Thelmu Ásdísardóttur, kemur alveg skýrt fram og ætti öllum að vera ljóst sem hana hafa lesið að kerfið hafi þar gersamlega brugðist barninu. Kennarar eru í góðri aðstöðu til að fylgjast með breyttu hegðunarmunstri hjá börnum. Í grunnskólum kenna þeir börnum frá 5–6 ára aldri og því er nauðsynlegt að veita kennurum fullnægjandi fræðslu til að geta komið með ábendingar til barnaverndarnefnda. Ég vænti þess að ráðherra fylgist vel með þessu máli og beiti sér fyrir því.