Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Fimmtudaginn 08. desember 2005, kl. 14:23:16 (2924)


132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

363. mál
[14:23]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., með síðari breytingum. Nefndarálitið kemur fram á þskj. 551 og ætla ég ekki að lesa það en þetta mál var rætt samhliða 327. máli í nefndinni. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Hv. þm. Kristján L. Möller, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Lúðvík Bergvinsson og Ögmundur Jónasson skrifa undir álit þetta með fyrirvara. Undir nefndarálitið rita hv. þm. Pétur H. Blöndal, Dagný Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Birgir Ármannsson, Kristján L. Möller, Ásta Möller, Ögmundur Jónasson, Siv Friðleifsdóttir og Lúðvík Bergvinsson, og sum með fyrirvara eins og fyrr var getið.