Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 185. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 185  —  185. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um eldi á villtum þorskseiðum.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvernig metur ráðuneytið reynsluna af veiði villtra þorskseiða af 0-árgangi í Ísafjarðardjúpi og áframeldi þeirra annars staðar?
     2.      Telur ráðherra ekki rétt að heimila enn frekari veiðar slíkra seiða til að ala til manneldis?