Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 18. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Prentað upp.

Þskj. 527  —  18. mál.
Leiðréttur texti.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, og lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með áorðnum breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Á undan 1. gr. komi ný fyrirsögn, svohljóðandi: I. KAFLI, Breytingar á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með áorðnum breytingum.
     2.      Við 1. gr.
                  a.      Greinin orðist svo:
                     Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 30. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fésektarlágmark samkvæmt þessari málsgrein á ekki við hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindri staðgreiðslu samkvæmt skilagrein staðgreiðslu, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar falli brott.
     3.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „2. mgr.“ í 1. mgr. kemur: 4. mgr.
                  b.      Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                       Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra ríkisins eða löglærðum fulltrúa hans heimilt að gefa aðila kost á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt til ríkissjóðs, enda sé talið að brot sé skýlaust sannað, og verður máli þá hvorki vísað til opinberrar meðferðar né sektarmeðferðar hjá yfirskattanefnd. Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 6 millj. kr. Aðila skulu veittar upplýsingar um fyrirhugaða sektarfjárhæð áður en hann fellst á að ljúka máli með þessum hætti. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.
                       Vararefsing fylgir ekki ákvörðun skattrannsóknarstjóra ríkisins. Um innheimtu sekta sem ákveðnar eru af skattrannsóknarstjóra gilda sömu reglur og um innheimtu vanskilafjár og álags samkvæmt lögum þessum. Einnig má beita 3. mgr. 29. gr. eftir því sem við á. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir mál sem lokið er samkvæmt þessu ákvæði. Telji ríkissaksóknari að saklaus maður hafi verið látinn gangast undir sektarákvörðun skv. 2. mgr. eða málalok hafi verið fjarstæð að öðru leyti getur hann borið málið undir dómara til ónýtingar ákvörðun skattrannsóknarstjóra.
     4.      Á undan 2. gr. komi ný fyrirsögn, svohljóðandi: II. KAFLI, Breytingar á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum.
     5.      Við 2. gr.
                  a.      Greinin orðist svo:
                       Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 40. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fésektarlágmark samkvæmt þessari málsgrein á ekki við hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindum virðisaukaskatti samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar falli brott.
     6.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, er verði 4. gr., svohljóðandi:
             Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „2. mgr.“ í 1. mgr. kemur: 4. mgr.
                  b.      Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                       Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra ríkisins eða löglærðum fulltrúa hans heimilt að gefa aðila kost á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt til ríkissjóðs, enda sé talið að brot sé skýlaust sannað, og verður máli þá hvorki vísað til opinberrar meðferðar né sektarmeðferðar hjá yfirskattanefnd. Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 6 millj. kr. Aðila skulu veittar upplýsingar um fyrirhugaða sektarfjárhæð áður en hann fellst á að ljúka máli með þessum hætti. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.
                       Vararefsing fylgir ekki ákvörðun skattrannsóknarstjóra ríkisins. Um innheimtu sekta sem ákveðnar eru af skattrannsóknarstjóra gilda sömu reglur og um innheimtu vanskilafjár og álags samkvæmt lögum þessum. Einnig má beita 3. mgr. 28. gr. eftir því sem við á. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir mál sem lokið er samkvæmt þessu ákvæði. Telji ríkissaksóknari að saklaus maður hafi verið látinn gangast undir sektarákvörðun skv. 2. mgr. eða málalok hafi verið fjarstæð að öðru leyti getur hann borið málið undir dómara til ónýtingar ákvörðun skattrannsóknarstjóra.
     7.      Á eftir nýrri grein er verði 4. gr. komi tveir nýir kaflar, III. KAFLI, Breytingar á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með áorðnum breytingum, með einni nýrri grein, 5. gr., og IV. KAFLI, Breytingar á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með áorðnum breytingum, með tveimur nýjum greinum, 6. og 7. gr., svohljóðandi:
                  a.      (5. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á 110. gr. laganna:
                      a.      Í stað orðanna „2. mgr.“ í 1. mgr. kemur: 4. mgr.
                      b.      Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                                Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra ríkisins eða löglærðum fulltrúa hans heimilt að gefa aðila kost á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt til ríkissjóðs, enda sé talið að brot sé skýlaust sannað, og verður máli þá hvorki vísað til opinberrar meðferðar né sektarmeðferðar hjá yfirskattanefnd. Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 6 millj. kr. Aðila skulu veittar upplýsingar um fyrirhugaða sektarfjárhæð áður en hann fellst á að ljúka máli með þessum hætti. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.
                                Vararefsing fylgir ekki ákvörðun skattrannsóknarstjóra ríkisins. Um innheimtu sekta sem ákveðnar eru af skattrannsóknarstjóra gilda sömu reglur og um skatta samkvæmt lögum þessum, þar á meðal um lögtaksrétt. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir mál sem lokið er samkvæmt þessu ákvæði. Telji ríkissaksóknari að saklaus maður hafi verið látinn gangast undir sektarákvörðun skv. 2. mgr. eða málalok hafi verið fjarstæð að öðru leyti getur hann borið málið undir dómara til ónýtingar ákvörðun skattrannsóknarstjóra.
                  b.      (6. gr.)
                       Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 19. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fésektarlágmark samkvæmt þessari málsgrein á ekki við hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindri staðgreiðslu samkvæmt skilagrein, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.
                  c.      (7. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
                      a.      Í stað orðanna „2. mgr.“ í 1. mgr. kemur: 4. mgr.
                      b.      Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                                Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra ríkisins eða löglærðum fulltrúa hans heimilt að gefa aðila kost á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt til ríkissjóðs, enda sé talið að brot sé skýlaust sannað, og verður máli þá hvorki vísað til opinberrar meðferðar né sektarmeðferðar hjá yfirskattanefnd. Við ákvörðun sektar skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 6 millj. kr. Aðila skulu veittar upplýsingar um fyrirhugaða sektarfjárhæð áður en hann fellst á að ljúka máli með þessum hætti. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.
                                Vararefsing fylgir ekki ákvörðun skattrannsóknarstjóra ríkisins. Um innheimtu sekta sem ákveðnar eru af skattrannsóknarstjóra gilda sömu reglur og um innheimtu vanskilafjár og álags samkvæmt lögum þessum. Einnig má beita 3. mgr. 18. gr. eftir því sem við á. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir mál sem lokið er samkvæmt þessu ákvæði. Telji ríkissaksóknari að saklaus maður hafi verið látinn gangast undir sektarákvörðun skv. 2. mgr. eða málalok hafi verið fjarstæð að öðru leyti getur hann borið málið undir dómara til ónýtingar ákvörðun skattrannsóknarstjóra.
     8.      Fyrirsögn 3. gr., er verði 8. gr., falli brott.
     9.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo:
              Frumvarp til laga um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, og fleiri lögum.